Stolt af tengslum lista og viðskipta

Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, segir að enn …
Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, segir að enn sé nokkuð langt í land að skilningur á starfi og verðmætasköpun hönnuða verði eins og í nágrannalöndunum. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Halla Helgadóttir hefur staðið vaktina í brúnni sem framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands frá upphafi, eða frá því miðstöðin var stofnuð árið 2008. Í síðustu viku var nýtt nafn miðstöðvarinnar, Miðstöð hönnunar og arkitektúrs, kynnt og um leið nýtt einkenni og nýjar áherslur.

Hlutverk Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er einfalt: Að efla hönnun og arkitektúr á Íslandi. Halla brennur fyrir starfið og segir í samtali við ViðskiptaMoggann að enn sé nokkuð langt í land að skilningur á starfi og verðmætasköpun hönnuða verði eins og í nágrannalöndunum, hvort sem litið er til hins opinbera eða einkafyrirtækja.

„Miðstöð hönnunar og arkitektúrs er hreyfiafl þar sem ólíkir hópar hönnuða og arkitekta mætast og áherslur eru jafnt á verkefni einstakra hönnuða, hönnunarfyrirtæki svo sem auglýsinga- og arkitektastofur og fyrirtæki sem byggja starfsemi sína á hönnun. Þannig má segja að sviðið sem við vinnum með sé breitt, enda er miðstöðin studd...