Tólfti maðurinn?

Trent Alexander-Arnold skorar beint úr aukaspyrnu fyrir Liverpool á dögunum. …
Trent Alexander-Arnold skorar beint úr aukaspyrnu fyrir Liverpool á dögunum. Enginn er í stúkunni. AFP

Hópíþróttaunnendur hafa löngum velt því fyrir sér hversu mikið það hefur að segja að spila á heimavelli. Tölfræði yfir sigra og töp liða á heima- eða útivelli segir sitt.

Tímabilið 2018-19 unnu heimaliðin í ensku úrvalsdeildinni 47% leikja sinna en töpuðu 34% þeirra. 19% leikja lauk því með jafntefli. Þetta forskot heimaliðanna hefur þó minnkað jafnt og þétt í gegnum árin; fyrir rúmum 100 árum unnu heimaliðin 65% leikja sinna.

Í Bandaríkjunum er heimavöllurinn einnig mikilvægur. Heimaliðið í NBA-deildinni vann 71% leikjanna í deildinni en þar kemur jafntefli auðvitað ekki til greina og vann útiliðið því 29% leikjana.

En þessar tölur gefa ekki skýra mynd af því hvers vegna heimaliðinu gengur betur. Gæti það verið vegna þess að leikmenn leggja meira á sig fyrir framan áhorfendur sína? Fá þeir aukinn kraft frá þeim? Eru dómarar undir áhrifum áhorfenda? Eða líður leikmönnum einfaldlega betur á sínum heimavelli, óháð áhorfendum?

Taka...