Einstök harmsaga á Þingvöllum

Bruninn Ráðherrabústaðurinn á Þingvöllum í ljósum logum aðfaranótt 10. júlí …
Bruninn Ráðherrabústaðurinn á Þingvöllum í ljósum logum aðfaranótt 10. júlí 1970. Hann brann til grunna á rétt um einni klukkustund. Ljósmynd/Sakadómur Reykjavíkur/Jón Eiríksson

Það er fimmtudagur 9. júlí 1970. Klukkan er að ganga þrjú eftir hádegi. Fyrir utan reisulegt einbýlishús í Háuhlíð 14 í Reykjavík bíður Haraldur Guðmundsson bílstjóri eftir Bjarna Benediktssyni, forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, sem þar býr. Hann er á leið til Þingvalla með konu sinni, Sigríði Björnsdóttur, og ungum dóttursyni þeirra, Benedikt Vilmundarsyni. Þau ætla að dvelja í bústað forsætisráðherra í þjóðgarðinum eina nótt, en hefja ferðalag um Snæfellsnes og í Dali snemma morguns daginn eftir að sækja héraðsmót sjálfstæðismanna í sýslunum. Bjarni hefur í byrjun júlí bundið það fastmælum við vin sinn Ásgeir Pétursson sýslumann að heimsækja hann í Borgarnes þennan dag og gista á heimili hans um nóttina áður en þeir fara á héraðsmótin. En nokkrum dögum seinna hefur hann samband aftur og hefur þá breytt áætlun sinni. Hann ætlar fyrst til Þingvalla, gista þar, en koma svo yfir Uxahryggi til Borgarness næsta dag.

Lagt er af stað frá heimili forsætisráðherra...