Flækjustig alþjóðlegrar ástar

Birta ÁRdal og eiginmaður hennar ásamt tvennum tvíburadætrum sínum.
Birta ÁRdal og eiginmaður hennar ásamt tvennum tvíburadætrum sínum. Ljósmynd/Birta Árdal

Fjölmargir Íslendingar freista gæfunnar erlendis við nám og störf og er þar ekkert heimshorn undanskilið. Eins og gengur bankar ástin upp og er þá hvorki spurt um stétt né stöðu. Fyrr en varir er kominn hringur á fingur og litlir fætur tiplandi um. Fyrir flesta er þetta hamingjuspor, en skugga getur brugðið á skjóti ástin niður fæti utan Schengen eða ESB. Margir íslenskir ríkisborgarar sem eignast maka utan þessara svæða lenda í miklum erfiðleikum með búsetu fjölskyldu sinnar og rekast á marga veggi. Það ferðafrelsi sem rak fólk utan lifir með því og mörg pör starfa á alþjóðlegum vettvangi, þar sem annar eða báðir aðilar þurfa vinnu sinnar vegna að ferðast mikið og víða.

Takmarkandi dvalarreglur

Erlendir ríkisborgarar utan Schengen/ESB hafa nokkur úrræði til að heimsækja landið og dvelja hér í lengri eða skemmri tíma. Grundvallarúrræði er vegabréfsáritun sem veitir rétt til dvalar í þrjá mánuði í senn. Til þess að búa hér og starfa þarf...