Sá alltaf karlmanninn í speglinum

Heimildarmynd um Veigu, Á móti straumnum, eftir Óskar Pál Sveinsson, …
Heimildarmynd um Veigu, Á móti straumnum, eftir Óskar Pál Sveinsson, verður frumsýnd á RIFFhátíðinni 3. október. Veigu hefur aldrei liðið betur en í dag, eftir að hún fór að vera hún sjálf og hætti að sjá karlmanninn í speglinum. Ljósmynd/Isley

Haustið er að óðum að færast yfir á báðum endum línunnar þegar ég heyri í Veigu Grétarsdóttur á Ísafirði. Hún segir sumarið hafa verið býsna gott fyrir vestan og nú síðast hafi hún náð fimm dásamlegum dögum í Jökulfjörðunum. Þannig tíð skiptir miklu máli fyrir konu eins og Veigu, sem lifir og hrærist í útivist, ekki síst kajakróðri. Hún reri fyrst 2003 en hefur tekið sportið föstum tökum síðustu fjögur árin og lagt einhverja 6.000 kílómetra að baki. Fann vel fyrir því við myndatökuna fyrir þetta viðtal, því þrjá sentimetra vantaði upp á að hún gæti rennt upp kjól sem hún keypti sér fyrir fjórum árum. „Ég er búin að massa mig þvílíkt upp,“ segir hún hlæjandi.

Tilefni símtalsins er heimildarmynd Óskars Páls Sveinssonar um Veigu, Á móti straumnum, sem frumsýnd verður í Háskólabíói 3. október næstkomandi á RIFF-hátíðinni. Þar hermir af kajakróðri Veigu kringum landið á síðasta ári en um leið öðru og lengra ferðalagi sem hún lagði upp í fyrir...