Jökullinn skilar „fljúgandi virki“

Brakið liggur eins og hráviði við jökulröndina. Hér sést ein …
Brakið liggur eins og hráviði við jökulröndina. Hér sést ein skrúfan, illa beygluð eftir hramm jökulsins. Ljósmynd/Guðmundur Gunnarsson

Brak úr bandarísku sprengjuflugvélinni sem fórst á Eyjafjallajökli í seinni heimsstyrjöldinni er smám saman að koma í ljós eftir því sem Gígjökull hopar. Jökullinn er búinn að búta flakið niður þótt einstaka hlutir úr henni séu auðþekktir og er svæðið því eins og ruslahaugur yfir að líta. Allir úr 10 manna áhöfn vélarinnar komust lífs af.

„Ég hef lengi verið í fjallgöngum og frá því ég heyrði af þessu flaki í sumar hef ég verið friðlaus. Fannst þetta heillandi saga og þegar ég sagði vinum mínum frá urðu þeir einnig friðlausir,“ segir Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði, sem fór með félögum sínum að flakinu um helgina í tengslum við Þórsmerkurferð. Þeir skoðuðu staðinn og tóku myndir. Það var einmitt í Þórsmörk sem Guðmundur heyrði af flakinu en hann var þar að hjálpa vinum sínum sem reka ferðaþjónustufyrirtæki.

Ill vist á jöklinum

Sprengiflugvélin brotlenti á Eyjafjallajökli 16. september 1944. Hún var af gerðinni Boeing...