Konan sem breytti heiminum

Ruth Bader Ginsburg verður sárt saknað en ofsafengin viðbrögð fólks …
Ruth Bader Ginsburg verður sárt saknað en ofsafengin viðbrögð fólks á jaðri bandaríska vinstrisins um helgina sýna að það er löngu orðið tímbært að gera hæstarétt Bandaríkjanna íhaldssamari. AFP

Það er ekki laust við að ég öfundi Ruth Bader Ginsburg og Antonin Scalia af vinskapnum sem þróaðist á milli þeirra. Leiðir þeirra lágu saman snemma á ferlinum og þrátt fyrir að vera með gjörólíkar skoðanir á túlkun laganna voru þau perluvinir. Sagan segir að Ginsburg og Scalia hafi hjálpað hvort öðru við að rita og bæta úrskurði sína í málum sem rötuðu fyrir hæstarétt Bandaríkjanna, þó iðulega hafi þau verið á öndverðum meiði. Þau ferðuðust saman og þótti gaman að smakka gæðavín og hlusta á gæðaóperur. Raunar var óperuáhugi beggja svo mikill að þau gerðust aukaleikarar í uppfærslu Washington-óperunnar á Ariadne á Naxos árið 1994, hún þá nýbakaður hæstaréttardómari og hann með átta ár að baki í starfinu.

Þegar kom að því að túlka ákvæði stjórnarskrárinnar var Scalia hlynntur upprunatúlkun, þ.e. að greina lögin með íhaldssömum hætti, í takt við orðalag stjórnarskrárinnar og hugsunarhátt höfunda hennar. Ginsburg nálgaðist lögin með frjálsyndari hætti og hallaðist að...