„Förum ekki einkennisklædd í bæinn“

Flóttafólk á grísku eyjunni Lesbos bjó við kröpp kjör fyrir …
Flóttafólk á grísku eyjunni Lesbos bjó við kröpp kjör fyrir og ekki skánuðu þau við stórbrunann í Moria-flóttamannabúðunum í september. Norskt hjálparteymi er nú á staðnum undir stjórn Bjarte Askeland, svæfingalæknis frá Bergen, og sinnir um 130 manns á dag. Ljósmynd/NOR EMT Morten Harangen

„Þetta eru verulega erfiðar aðstæður og hér býr fjöldi fólks við mjög kröpp kjör og það í óþökk sumra íbúa hér á Lesbos,“ segir Bjarte Askeland, svæfingalæknir við Haukeland-sjúkrahúsið í Bergen í Noregi, í samtali við Morgunblaðið.

Læknirinn er þó ekki staddur á sjúkrahúsi sínu í Bergen þegar viðtalið á sér stað, hann er staddur nálægt brunarústum Moria-flóttamannabúðanna á grísku eyjunni Lesbos en þangað hélt hann með 22 manna norsku neyðarhjálparteymi 14. september, 17 læknum og hjúkrunarfræðingum auk fimm manns frá norsku samfélagsmálaöryggisstofnuninni DSB (Direktoratet for samfunnssikkerhet og beredskap) sem annast birgðahald og öryggismál.

Askeland ræðir við hluta EMT-hópsins í aðhlynningartjaldinu. Hann segir þakklæti …
Askeland ræðir við hluta EMT-hópsins í aðhlynningartjaldinu. Hann segir þakklæti flóttafólksins og þolinmæði lyfta geðinu en fjöldi fólks bíði tímunum saman í röð eftir að hljóta meðhöndlun brunasára og annarra áverka. Margir séu þungt haldnir andlega. Ljósmynd/NOR EMT Morten Harangen

Kveður Askeland norska teymið verða á staðnum fram til 26. október. „Við komum hingað rúmri viku eftir að bruninn [í Moria-búðunum] kom upp,“ segir Askeland, en 12.000 íbúar Moria-búðanna áttu hvergi...