Tegundir okkar stríddu um yfirráð fyrir 100.000 árum

Forsöguleg fjölskylda Neanderdalsmaðurinn var vopnfær veiði- og stríðsmaður og átök …
Forsöguleg fjölskylda Neanderdalsmaðurinn var vopnfær veiði- og stríðsmaður og átök voru daglegt brauð. Ljósmynd/Wikipedia CC/Charles R. Knight

Fyrir um 600.000 árum skiptist mannkynið í tvennt. Annar helmingurinn hélt kyrru fyrir í Afríku og þróaðist upp í okkur, nútímafólkið. Hinn lagði undir sig fót og hélt til Asíu og síðar Evrópu og varð að Homo neanderthalensis. Þeir voru ekki forfeður okkar heldur systurtegund sem þróaðist samhliða.

Neanderdalsmaðurinn er oft í fréttum, nú síðast eftir að ný rannsókn gaf vísbendingar um að þeir nútímamenn sem hefðu erft ákveðinn genabreytileika frá neanderdalsmönnum fengju alvarlegri sýkingu af völdum kórónuveirunnar en aðrir.

Við hrífumst af neanderdalsmönnunum vegna hvers þeir segja okkur um okkur sjálf – hver við vorum og hvað við hefðum getað orðið. Það er freistandi að horfa á þá sem unaðslegt fólk sem bjó í sátt og samlyndi við bæði umhverfið og hvort við annað, eins og Adam og Eva í aldingarðinum. Hefði svo verið væru lestir mannkynsins – einkum og sér í lagi landhelgun, ofbeldi og stríð – ekki áskapnaður, heldur nútímauppfinning.

En...