Fólk sem gerir lista yfir óvini sína

Stuðningsmaður Trumps liggur á götunni eftir átök við stuðningsmenn Bidens. …
Stuðningsmaður Trumps liggur á götunni eftir átök við stuðningsmenn Bidens. Finna má óféti og fanta í báðum fylkingum en það virðist sem vinstrið sé orðið alveg sérstaklega vægðarlaust, jafnt í grasrótinni sem í efstu lögum. AFP

Það kom mörgum á óvart hversu mjótt var á mununum hjá Trump og Biden. Ég hafði spáð Trump sigri byggt á því sem ég varð var við í grasrótinni, en hér um bil allar spár vestanhafs voru á þá leið að Biden myndi sigra með miklum yfirburðum. Í mörgum lykilríkjum munaði innan við prósentustigi á fylgi Trumps og Bidens svo að á tímabili leit út fyrir að Trump myndi hafa betur. Munurinn var það lítill að ef atkvæðin sem rötuðu til Jo Jorgensen, fulltrúa frjálshyggjuflokksins, hefðu í staðinn runnið til repúblikana hefði Trump unnið öruggan sigur.

Fólk klórar sér í hausnum, furðu lostið yfir því að dólgurinn Trump skyldi fá meira en 73 milljónir atkvæða – rösklega tíu milljónum fleiri en hann fékk árið 2016. Raunar er árangur Trumps meiri háttar afrek ef haft er í huga hvernig bandarískir fjölmiðlar hafa nánast allir með tölu hamast á forsetanum og fylgjendum hans undanfarin fjögur ár, og netrisarnir sömuleiðis gengið erinda bandaríska vinstrisins. Er almennt talað um að...