Leyniflug til Sádi-Arabíu

Þeir funduðu á laun í Rauðahafsborginni Neom, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra …
Þeir funduðu á laun í Rauðahafsborginni Neom, Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels (t.v.), og Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu. AFP

Sádi-Arabar neituðu því síðdegis í gær að tímamótaviðræður hefðu átt sér stað í fyrradag, sunnudag, milli Benjamins Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mohammeds bin Salmans, krónprins Sádi-Arabíu, í heimsókn bandaríska utanríkisráðherrans Mikes Pompeos til Sádi-Arabíu.

„Ég hef séð blaðafregnir viðvíkjandi meintum fundi hans hátignar krónprinsins og ísraelskra embættismanna í nýlegri heimsókn Pompeos,“ sagði Faisal bin Farhan utanríkisráðherra. „Engir fundir af því tagi voru haldnir, og þeir einu sem tóku þátt voru fulltrúar Bandaríkjanna og Sádi-Arabíu,“ bætti hann við, en það voru fyrstu viðbrögð yfirvald í Ryiadh við fundinum.

Þetta stangast á við staðhæfingar ísraelska menntamálaráðherrans Yoav Gallant sem staðfesti í gær að hinn leynilegi fundur Netanyahu og bin Salmans hefði farið fram í Rauðahafsborginni Neom. Áður sögðu útvarpsstöð hersins og Kan-útvarpið að Netanyahu hefði flogið á laun til Neom til fundar við bin Salman og...