Öll sjónarmið eru ómissandi

Með því að loka á Trump er hætta á að …
Með því að loka á Trump er hætta á að Twitter hafi gert hann að píslarvotti í augum bandarískra hægrimanna. AFP

Hvort var verra: innrásin í þinghúsið í Washington eða samstilltar aðgerðir bandarísku tæknirisanna um að loka á Bandaríkjaforseta og vega að tjáningarfrelsinu?

Það er að minnsta kosti almenn samstaða um að vanstilltustu stuðningsmenn Trumps fóru langt yfir strikið en aftur á móti voru margir sem gátu ekki hamið gleði sína og hrifningu þegar Twitter, Facebook og önnur stórfyrirtæki tæknigeirans settu Trump í straff.

Þegar upp er staðið held ég að ákvörðun bandarísku samfélagsmiðlanna muni valda lýðræði og frelsi á heimsvísu miklu meira tjóni en árásin á þinghúsið. Þeir sem halda að það bæti heiminn ef vitleysingum, skúrkum, skítseiðum og fólki með rangar skoðanir er meinað að tjá sig átta sig ekki á út á hvað tjáningarfrelsið gengur, og hversu auðvelt það er að fara út af sporinu þegar valdamiklir aðilar – stjórnvöld eða fyrirtæki í einokunarstöðu – taka til við að ákveða hvað má og má ekki segja.

Rússneski stjórnarandstöðuleiðtoginn Alexey...