Stóraukin samskipti við Grænland

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti skýrsluna á blaðamannafundi í gær.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kynnti skýrsluna á blaðamannafundi í gær. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Skýrsla Grænlandsnefndar utanríkisráðherra var kynnt í gær, en í henni má finna greiningu á samskiptum Íslands og Grænlands ásamt fjölþættum tillögum um hvernig megi efla tengsl grannríkjanna á ótal sviðum. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, var fenginn til formennsku í nefndinni, en auk hans voru í henni þau Unnur Brá Konráðsdóttir og Óttarr Guðlaugsson.

Í skýrslu Grænlandsnefndar er að finna ítarlega greiningu á stöðu tvíhliða samskipta landanna og nær 100 tillögur um aukna samvinnu á fjölmörgum sviðum. Hér skulu þær helstu reifaðar.

Stjórnsýsla

Sérstaklega er fundið að því hve afskipt Grænland hefur verið í íslenskri stjórnsýslu, frá því séu forsetaembættið og Fiskistofa nær einu undantekningarnar. Lagt er til að teknir verði upp árvissir fundir forsætisráðherra landanna, tekið verði upp formlegt tvíhliða samráð, fundir og vinnuheimsóknir milli ráðuneyta sem fara með sameiginlega hagsmuni landanna og önnur ráðuneyti...