Tígrishvolpur veldur óskunda

Tígrishvolpur leikur sér að bolta. Bill Hwang var einn af …
Tígrishvolpur leikur sér að bolta. Bill Hwang var einn af snjöllum lærlingum Julians Robertsons sem fengu gælunafnið „tígrishvolpar“ á Wall Street. Einkavogunarsjóður hans hefur núna valdið fjölda fyrirtækja stórtjóni. AFP

Allt þar til í byrjun þessarar viku var sjóðurinn Archegos sama sem ósýnilegur í hinum alþjóðlega fjármálageira. Þegar þetta er skrifað birtast aðeins átján niðurstöður þegar leitað er að nafni sjóðsins í greinasafni Financial Times og hafa greinarnar allar verið skrifaðar á síðustu þremur dögum. Eina myndin sem helstu fjármálablöð heims eiga af stjórnanda sjóðsins, Bill Hwang, var tekin árið 2012.

Archegos misreiknaði sig í vogunarviðskiptum og leiddi það til þess að samstarfsbankar sjóðsins ákváðu á föstudag að losa sig við mikið magn hlutabréfa með hraði. Fyrir vikið lækkaði hlutabréfaverð nokkurra stórfyrirtækja skarplega og nemur tjónið nokkrum tugum milljarða dala. Fjármálafyrirtækin sem störfuðu með Archegos sjá fram á verulegt tap og t.d. áætlað að japanski fjármálarisinn Nomura hafi tapað á bilinu tveimur til fjórum milljörðum dala á viðskiptunum. Credit Suisse situr líka eftir með sárt ennið en hefur ekki gefið upp hversu mikið gæti þurft að afskrifa vegna...