Tákn fyrir hugrekki og þor

Hópur æskulýðshermanna SS stillir sér upp fyrir myndavélina skömmu eftir …
Hópur æskulýðshermanna SS stillir sér upp fyrir myndavélina skömmu eftir að hafa fengið járnkross af annarri gráðu. Krossinn er einungis borinn á einkennisbúningi fyrsta daginn eftir afhendingu. Eftir það er aðeins borðinn sýndur. Myndin er tekin í Normandí árið 1944. Ljósmynd/Bundesarchiv

Járnkrossinn; eitt helsta einkennistákn þýskra hersveita í tveimur heimsstyrjöldum. Svartur kross, um 44 millimetrar á breidd, á hvítum eða járnlitum grunni. Veittur þeim sem sýnt hafa af sér hugrekki á vígvellinum eða framkvæmt einstaka þjónustu í þágu ríkisins á átakatímum. Talið er að um 4,5 milljónir járnkrossa af annarri gráðu og um 300 þúsund járnkrossar af fyrstu gráðu hafi verið veittir einstaklingum í síðari heimsstyrjöld. Nær allir járnkrosshafar eru karlmenn, enda þýskum konum þá meinað að skrá sig til vígvallaþjónustu. Um 40 konur voru þó sæmdar heiðursmerkinu eftirsótta, meirihluti þeirra hjúkrunarfræðingar. Tvær konur hlutu hins vegar járnkrossinn fyrir störf sín sem tilraunaflugmenn og fáeinar fyrir beina þátttöku sína á vígvellinum.

Það var í tíð Friedrich Wilhelm III. Prússakonungs sem járnkrossinn, eða Eiserne Kreuz á þýsku, leit fyrst dagsins ljós. Árið var 1813 og áttu Prússar þá í hörðum átökum við Frakkland í hinu svonefnda frelsisstríði. Féll það í...