Færni við flókna hjartaaðgerð

F.v.: Tómas Guðbjartsson yfirlæknir og Árni Steinn Steinþórsson læknanemi á …
F.v.: Tómas Guðbjartsson yfirlæknir og Árni Steinn Steinþórsson læknanemi á skurðstofunni. Ljósmynd/Landspítalinn

Aðgerðir á míturloku hjartans hafa gengið mjög vel á Landspítalanum. Árangur þessarar minnstu hjartaskurðdeildar Norðurlanda jafnast á við árangurinn á stærstu og sérhæfðustu hjartaskurðdeildum í nágrannalöndunum, að sögn Tómasar Guðbjartssonar, yfirlæknis og prófessors. Læknablaðið birtir nú nýja grein um langtímaárangur viðgerða vegna hrörnunartengds míturlokuleka á Íslandi. Aðalhöfundur hennar er Árni Steinn Steinþórsson, læknanemi á 4. ári við læknadeild HÍ. Meðhöfundar eru læknarnir Árni Johnsen, Martin Ingi Sigurðsson prófessor, Sigurður Ragnarsson og Tómas Guðbjartsson sem var leiðbeinandi Árna Steins.

Tæknilega mjög flókin aðgerð

„Þetta eru tæknilega mjög flóknar aðgerðir þar sem gert er við míturlokuna djúpt inni í hjartanu,“ segir Tómas. Hann segir að í hjartanu séu fjórar lokur, tvær í hvorum hluta hjartans. Ósæðarlokan sem liggur út frá vinstri slegli er sú sem oftast bilar og er langalgengast að skipt sé um hana með...