Ný tegund rafmagnsstrætisvagns lofar góðu

Sigurður E. Steinsson segir von á prufuvagni á næsta ári.
Sigurður E. Steinsson segir von á prufuvagni á næsta ári.

Rafvæðing almenningssamgangna hefur ekki staðið fyllilega undir væntingum og framleiðendum gengið misvel að þróa rafmagnsstrætisvagna sem mæta kröfum almennings og rekstraraðila.

Sigurður E. Steinsson er sölumaður hópferðabíla hjá Vélrás og segir hann nýjasta útspil hollenska fyrirtækisins VDL marka tímamót og laga mörg af þeim vandamálum sem rafmagnstrætisvagnar hafa glímt við.

VDL-vagnar hafa verið í notkun á Íslandi um alllangt skeið en Vélrás gerðist umboðsaðili framleiðandans árið 2018 eftir að hafa sinnt viðhaldi og viðgerðum í mörg ár þar á undan:

Leystu vandann við upphitun farþegarýmis

„Fyrirtækið VDL Bus & Coach er dótturfélag VDL Groep sem er með víðtæka iðnaðarstarfsemi í ýmsum greinum og hefur verið starfandi allt frá árinu 1953. Um aldamótin var tekin ákvörðun um það innan VDL að búa í haginn fyrir framtíð þar sem almenningssamgöngur yrðu rafvæddar og var þegar hafist handa við mikla þróunar- og...