Hvorki fyrstur né seinastur

Áhyggjufullir leikmenn danska landsliðsins slá skjaldborg um Christian Eriksen á …
Áhyggjufullir leikmenn danska landsliðsins slá skjaldborg um Christian Eriksen á Parken um síðustu helgi. AFP

Milljónir manna um heim allan fylgdust agndofa með dramatískum myndum í beinni útsendingu sjónvarps frá Parken á laugardaginn var og margfalt fleiri sáu eða lásu um málið í fréttum enda fóru tíðindin eins og eldur í sinu um heiminn. Til allrar hamingju tókst viðbragðsaðilum á vettvangi að koma Christian Eriksen, 29 ára leikmanni danska landsliðsins, merkilega hratt til lífs aftur og er líðan hans eftir atvikum góð. Sannarlega lán í óláni að þetta skyldi gerast að viðstöddu slíku fjölmenni og fagfólki en ekki meðan hann var einn heima.

Annar stálheppinn knattspyrnumaður er Fabrice Muamba sem fór í hjartastopp í leik með Bolton Wanderers gegn Tottenham Hotspur í ensku bikarkeppninni árið 2012, aðeins 23 ára að aldri. Eins og með Eriksen þá fylgdust margar milljónir manna með því gerast í beinni sjónvarpsútsendingu. Mun lengri tíma tók að koma Muamba aftur til lífs en hjarta hans sló ekki í 78 mínútur. Læknar beggja liða og hjartasérfræðingur úr röðum...