Hafnarþorp í takt við erlend markaðstorg

Hér má sjá drög að nýjum sölugangi á nýju markaðstorgi. …
Hér má sjá drög að nýjum sölugangi á nýju markaðstorgi. Horft er til norðurs. Teikningar/Portið/Michele Santucci

Síðustu misseri hefur umhverfi Kolaportsins tekið miklum breytingum. Hafnartorgið hefur risið og þar til norðurs Austurhöfn. Hlerar á norðurhlið Kolaportsins hafa vikið fyrir stórum gluggum sem hleypa inn birtu og útsýni yfir höfnina. Til suðurs er verið að endurgera Tryggvagötuna við Tollhúsið og Naustin og með því víkja bílastæði fyrir göngugötu við mósaíkverk Gerðar Helgadóttur myndhöggvara.

Þessar framkvæmdir – og uppbyggingin í miðborginni síðustu ár – setja Kolaportið í nýtt samhengi. Breytingarferlið heldur svo áfram á næsta ári þegar Tollurinn flytur úr Tollhúsinu. Ekki hefur verið greint frá því hvaða starfsemi kemur í staðinn.

Félagið Portið ehf. hefur farið með rekstur Kolaportsins og er Gunnar Hákonarson, framkvæmdastjóri Kolaportsins, meðal hluthafa. Ríkissjóður á húsnæðið, Tryggvagötu 19, en borgin framleigir hluta jarðhæðar til Portsins.

Það var með þessa þróun og endurgerð Kolaportsins í huga sem ViðskiptaMogginn settist niður með...