Grófu niður á gömul eldflaugahylki

Hylkin innihéldu eitt sinn skammdræg flugskeyti ætluð sprengjuvélum Sovétmanna.
Hylkin innihéldu eitt sinn skammdræg flugskeyti ætluð sprengjuvélum Sovétmanna. Ljósmynd/Ólafur Magnússon

„Við vorum að sprengja okkur átta og hálfan metra niður í jörðina en áður en komið var niður í harða klöpp kom þetta dót í ljós,“ segir Ólafur Magnússon, verkstjóri hjá Ístaki, í samtali við Morgunblaðið.

Vísar Ólafur í máli sínu til fjögurra eldflaugahylkja sem jarðvinnuhópur Ístaks gróf nýverið niður á þegar unnið var að stækkun norðurbyggingar Keflavíkurflugvallar til austurs. Hylki þessi voru eitt sinn fest á vængenda bandarískra orrustuflugvéla af gerðinni F-89 Scorpion og innihéldu skammdræg flugskeyti sem ætlað var að granda sprengjuflugvélum Sovétmanna.

„Við vissum ekkert hvað þetta var, það komu fjögur stykki upp en tvö þeirra eru alveg handónýt. Þau fóru því beint í gám og í burtu en sem betur fer ákvað jarðvinnuverkstjórinn á svæðinu að setja hin tvö til hliðar og geyma,“ segir Ólafur og bendir á að nú sé búið að fjarlægja hylkin tvö og verða þau flutt á Flug- og herminjasafn Einars Elíassonar á Selfossi til varðveislu og...