Norm Macdonald gerði jafntefli

Grínistinn Norm Macdonald var einn af fáum sem þorðu að …
Grínistinn Norm Macdonald var einn af fáum sem þorðu að stíga á bremsuna þegar réttsýna fólkið vildi kasta vinum hans á nornabrennuna Ljósmynd/Getty Images

Yfirleitt gef ég því engan sérstakan gaum þegar tíðindi berast utan úr heimi um andlát einhvers úr röðum fína og fræga fólksins. En fréttir af andláti Norms Macdonalds komu eins og þruma úr heiðskíru lofti og slógu bæði mig og marga aðra út af laginu.

Það sést vel á ummælum kollega Norms á bandarísku grínistasenunni að tíðindin voru mjög óvænt og höggið miklu þyngra en venjulega. Norm átti nefnilega engan sinn líka og þeir sem þekkja hann best vita að heimurinn hefur misst merkilegan heimspeking, naskan samfélagsrýni og einstaklega almennilega manneskju.

Það er ekki ósennilegt að margir íslenskir lesendur hafi ekki hugmynd um hver Norm Macdonald var enda ekki mjög sýnilegur í íslensku sjónvarpi. Stjarna Norms reis hvað hæst um miðbik 10. áratugarins þegar hann var með reglulegt innslag í skemmtiþættinum Saturday Night Live. Þar á undan hafði Norm gert það gott sem uppistandari í heimalandi sínu Kanada og um skeið var hann einn af handritshöfundum...