Ný „Spútník-krísa“ runnin upp?

Auk Rússa og Kínverja hafa Norður-Kóreumenn skotið á loft eldflaug, …
Auk Rússa og Kínverja hafa Norður-Kóreumenn skotið á loft eldflaug, sem sögð er „ofurhljóðfrá“. AFP

Segja má að nokkurs konar „Spútník“-krísa ríki meðal bandarískra leyniþjónustustofnana og embættismanna eftir að Financial Times greindi frá því um síðustu helgi að Kínverjar hefðu skotið á loft ofurhljóðfrárri eldflaug, það er eldflaug sem ferðast geti á minnst fimmföldum hljóðhraða.

Þó að Kínverjar bæru fréttina alfarið til baka og segðust einungis hafa verið að prófa sig áfram með endurnýtanlegar eldflaugar í geimkönnunarskyni, voru ekki margir sérfræðingar í þessum efnum vestanhafs sem tóku mark á þeim mótbárum. Þess í stað þóttu fregnirnar staðfesta öðru fremur hversu skammt á veg komnir Bandaríkjamenn eru sjálfir í þróun þessarar nýju tækni, sem gæti umbreytt hernaði 21. aldarinnar.

Bæði Rússar og Kínverjar eru nú taldir ráða yfir ofurhljóðfráum eldflaugum sem borið geti kjarnaodda og nái nánast til hvaða staðar sem er á jarðarkúlunni. Á sama tíma hafa Bandaríkjamenn þróað sína eigin ofurhljóðfráu eldflaug, AGM-183 ARRW, sem skotið væri úr þotum,...