Minnisleysi plagar kjósendur í Síle

Boric, fyrir miðju, ávarpar blaðamenn fyrir framan forsetahöllina. Hann hyggst …
Boric, fyrir miðju, ávarpar blaðamenn fyrir framan forsetahöllina. Hann hyggst víkja af þeirri braut sem gerði Síle mun ríkara en löndin í kring. AFP

Ég verð að játa að þótt hann sé róttækur vinstrimaður virkar Gabriel Boric betur á mig en margir aðrir þjóðarleiðtogar Rómönsku-Ameríku. Boric sigraði í seinni umferð forsetakosninganna í Síle þann 19. desember síðastliðinn og hlaut rösklega 55% atkvæða á meðan hægrisinnaði íhaldsmaðurinn José Antonio Kast fékk stuðning u.þ.b. 44% kjósenda.

Boric verður svarinn í embætti þann 11. mars næstkomandi og varir kjörtímabilið í fjögur ár, en samkvæmt stjórnarskrá Síle má Boric ekki bjóða sig aftur fram nema hann láti eitt kjörtímabil líða á milli framboða. Að því sögðu bendir flest til að Boric geti komið miklu í verk á meðan hann er við völd því vinstriflokkarnir eru með meirihluta á þingi, þótt naumur sé.

Vinstrimenn eru líka með meirihluta á stjórnlagaþingi sem valið var í kosningu árið 2020 sem svar við hrinu mótmæla og óeirða síðla árs 2019. Nýja stjórnarskráin mun koma í stað þeirrar sem var upphaflega samin í stjórnartíð Augustos Pinochets en hefur verið stagbætt um...