Söngvaskáldið í Bakkastofu

Ásta Kristrún og Valgeir við menningarhúsið Bakkastofu á Eyrarbakka.
Ásta Kristrún og Valgeir við menningarhúsið Bakkastofu á Eyrarbakka.

Valgeir Guðjónsson fæddist 23. janúar 1952 á fæðingardeild Landspítalans og varð því sjötugur í gær. Hann bjó fyrstu fimm árin á Njálsgötu en ólst síðan upp í Smáíbúðahverfinu.

„Ég var í sveit á Galtarvita norður af Súgandafirði í fimm sumur, þar sem ég lærði að skrifa veðurskeyti og lesa heimsbókmenntirnar. Stórkostlegur tími!“

Valgeir stundaði nám á dagheimilum, í Breiðagerðis- og Réttarholtsskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1972.

„Eftir stúdentspróf starfaði ég sem afleysingakennari vítt og breitt um höfuðborgarsvæðið og vandist því að tjá mig í margmenni. Ég stofnaði Spilverk þjóðanna með Agli Ólafssyni, Sigurði Bjólu og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur – Diddú. Við gáfum út sex plötur og að auki plötu Megasar, Á bleikum náttkjólum.“ Ekki má gleyma plötum Stuðmanna, Sumar á Sýrlandi og Tívolí, frá þessum tíma, og að auki var Valgeir viðriðinn gerð platnanna Hrekkjusvína og Þegar mamma var ung, þar sem revíulög...