„Þetta er bölvað púl“

Listasmíð. Rúffskipið Hreggviður, nýjasta líkan Njarðar S. Jóhannssonar á Siglufirði, …
Listasmíð. Rúffskipið Hreggviður, nýjasta líkan Njarðar S. Jóhannssonar á Siglufirði, er óneitanlega glæsilegt fley. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

„Það hefur alltaf blundað í mér að smíða a.m.k. eitt af þessum skipum og ég ákvað að taka Hreggvið, vegna þess að hann var rúffskip og það eru svo fáir sem vita eitthvað um þá gerð skipa,“ segir Njörður S. Jóhannesson, þúsundþjalasmiður á Siglufirði, en hann lauk nýverið við gerð líkans af umræddu fleyi, sem var eitt af nokkrum sem lentu í miklu óveðri sem gekk yfir norðanvert landið 30. maí árið 1875.

Flest hákarlaskip Eyfirðinga og Siglfirðinga voru þá úti á miðum. Sum náðu landi við illan leik, önnur lögðu til drifs og fengu stór áföll og hrakninga mörg hver. Um borð í Hreggviði voru 11 manns og fórust þeir allir, í illviðrinu samtals á fjórða tug manna og létu sumir eftir sig mikla ómegð.

Njörður fæddist á Siglufirði árið 1945 og hefur búið þar alla tíð. Hann á ættir að rekja til mikilla skipasmiða í Fljótum í Skagafirði og er sjálfur völundur í höndum, eins og verk hans öll bera með sér. Með þessari líkanasmíði sinni af sögufrægum skipum úr Fljótum,...