Úthrópaður og einangraður

Vladimír Pútín tekur í hönd Gerhards Schröders, fyrrverndi kanslara Þýskalands. …
Vladimír Pútín tekur í hönd Gerhards Schröders, fyrrverndi kanslara Þýskalands. Myndin var tekin þegar Pútín settist á ný í embætti forseta 2018. AFP/ALEXEY DRUZHININ

Þýska þingið ákvað á fimmtudag að svipta Gerhard Schröder, fyrrverandi kanslara, ýmsum bitlingum sem hann hefur notið frá því hann lét af embætti, af þeirri ástæðu að hann hafi ekki virt skyldur sínar með því að neita að skera á tengsl sín við rússnesk orkufyrirtæki.

Schröder var kanslari Þýskalands á árunum 1998 til 2005. Eftir að hann lét af embætti hefur hann verið í nánum tygjum við rússnesk orkufyrirtæki og átti lykilþátt í því að ákveðið var að leggja Nord Stream 2, hina umdeildu gasleiðslu í gegnum Eystrasaltið milli Rússlands og Þýskalands.

Síðan Rússar réðust inn í Úkraínu hefur Schröder verið undir miklum þrýstingi um að skera á tengslin við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Schröder hefur reyndar gagnrýnt innrásina, en neitað að rjúfa sambandið og segja sig úr stjórnum rússneskra fyrirtækja.

Schröder var einnig til umfjöllunar á Evrópuþinginu í vikunni. Þar var á fimmtudag samþykkt ályktun, sem reyndar er ekki bindandi, þar...