Auðugt líf og þróttmikið starf

Vera sýnilegur og virkur þátttakandi í samfélagi fólksins. Þannig hef …
Vera sýnilegur og virkur þátttakandi í samfélagi fólksins. Þannig hef ég valið að starfa og finnst mikilvægt,“ segir sr. Magnús Magnússon um störf sín í sveitarstjórn Húnaþings vestra og prestsþjónustuna þar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Pólitík og prestsskapur eru náskyld verkefni. Inntak beggja eru samskipti við fólk, boða málstað og vinna góðum málum í þágu samfélagsins brautargengi,“ segir sr. Magnús Magnússon, prestur og sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra. Nú fyrr í vikunni var gengið frá myndun meirihluta í sveitarstjórn þar nyrðra, með samstarfi sjálfstæðismanna og óháðra og svplista Framsóknarflokks og framfarasinna. Með samkomulagi sem fyrir liggur verður Magnús formaður byggðaráðs, en á þeim vettvangi eru stóru línurnar í rekstri og framkvæmdum sveitarfélagsins lagðar og helstu ákvarðanir undirbúnar.

Magnús er á heimavelli í Húnaþingi vestra, hvar þau Berglind Guðmundsdóttir kona hans búa á Lækjarbakka í Miðfirði. Sá samastaður þeirra er nýbýli út úr jörðinni Staðarbakka II, þar sem Magnús ólst upp hjá foreldrum sínum og í átta systkina hópi. Staðarbakki er kirkjustaður, en það umhverfi og trúarlegt uppeldi segir Magnús að hafi myndað og mótað viðhorf sín til lífs og tilveru.

...