Skólastarf er alltaf áskorun

Í skóla þarf vel menntaða kennara sem sýna metnað og …
Í skóla þarf vel menntaða kennara sem sýna metnað og vinna af fagmennsku segir Mjöll Matthíasdóttir um menntamál og kennsluna. Hún býr á Grenjaðarstað í Aðaldal og í gamla torfbænum þar er byggðasafn. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Íslenskir skólar eiga að vera í fremstu röð,“ segir Mjöll Matthíasdóttir, nýr formaður Félags grunnskólakennara. „Í skólana þarf vel menntaða kennara sem sýna metnað og vinna af fagmennsku. Til að svo megi verða þurfa kjör og starfsaðstæður kennara þó að vera samkeppnisfærar við aðrar stéttir. Vegna þeirra breytinga sem gerðar voru á lífeyriskjörum árið 2016 þarf nú að hefja leiðréttingu á launasetningu, eins og lofað var á sínum tíma. Sömuleiðis vil ég sjá félag okkar grunnskólakennara eflast og taka virkari þátt í skólamálaumræðu og stefnumörkun í samfélaginu.“

Framboð rökrétt framhald

Mennt er máttur er gjarnan sagt og eðli skólastarfs er að undirbúa ungt fólk fyrir framtíðina. Að því leyti er skólinn heillandi heimur; starfsvettvangur sem Mjöll Matthíasdóttir var ekki í neinum vafa um að væri fyrir sig. Auk þess að sinna kennslu hefur hún um langt árabil sinnt ýmsum trúnaðar- og forystustörfum fyrir...