Pútín stekkur í faðm BRICS-ríkjanna

Maður að störfum í leirpottaverksmiðju í Ahmedabad. Af BRICS-ríkjunum fimm …
Maður að störfum í leirpottaverksmiðju í Ahmedabad. Af BRICS-ríkjunum fimm eru Kína og Indland þau einu sem hafa náð að vaxa jafnt og þétt undanfarna tvo áratugi. Rússland, Brasilía og Suður-Afríka sitja enn í súpunni. AFP/SAM PANTHAKY

Fyrir rétt rúmlega tveimur áratugum hófu hagfræðingar, fjárfestar og markaðsgreinendur að beina athygli sinni alveg sérstaklega að hagkerfum Brasilíu, Rússlands, Indlands og Kína. Þessar fjölmennu en fátæku þjóðir virtust vera á barmi ævintýralegs hagvaxtarskeiðs og var útlit fyrir að löndin fjögur myndu senn standa jafnfætis ríkustu hagkerfum Evrópu og Norður-Ameríku. Alþjóðavæðingin var komin á fulla ferð, aukið frelsi í viðskiptum á milli þjóða og Kína nýbúið að fá aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni.

Í Kína voru alls konar umbætur á teikniborðinu og stjórnvöld greinilega mjög áhugasöm um að galopna sjoppuna. Rússlandi virtist líka vera að takast að fóta sig á ný eftir að hafa losnað undan oki kommúnismans, og Indland með allt sitt vel menntaða og ódýra vinnuafl var í kjöraðstöðu til að njóta góðs af vexti alþjóðahagkerfisins. Í Brasilíu, langfjölmennasta ríki Rómönsku Ameríku, leit út fyrir að efnahagsstjórn landsins myndi loksins komast í réttan farveg og að tækist að...