Kerfið að eyða brothættri byggð

Smábátasjómenn við löndun á Þórshöfn í góðviðrinu nýverið en þeir …
Smábátasjómenn við löndun á Þórshöfn í góðviðrinu nýverið en þeir eiga undir högg að sækja eftir að illa hefur gengið að veiða á tilteknu tímabili sökum brælu vikum saman. Þeir kalla eftir breyttu fyrirkomulagi. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir

„Það sem átti að verða til að hleypa lífi í sjávarþorp allt í kringum landið er markvisst verið að brjóta niður, og þá sérstaklega brotthættar byggðir, miðað við núverandi fyrirkomulag strandveiða sem er algjörlega glórulaust,“ segir Einar E. Sigurðsson, útgerðarmaður á Raufarhöfn, en hann er einn af þeim sjómönnum sem tjáðu sig við Morgunblaðið um strandveiðikerfið.

Þeir, eins og aðrir smábátasjómenn á Norðausturlandi, eru afar ósáttir við kerfið sem þeir telja fela í sér grófa mismunun milli veiðisvæða.

„Þetta er ekkert annað en aðför að brothættu byggðunum á norðausturhorninu, kerfið neyðir okkur hér á svæði C til að veiða smáan og verðlítinn fisk strax í maí þegar stærri og verðmeiri fiskur er ekki genginn á okkar svæði svo við eigum alltaf á hættu að heildarpotturinn verði búinn loks þegar stærri fiskur fer að veiðast hér. Hagstæðasta veiðitímabilið hér er frá því seint í júní og út ágúst. Þá hefur hins vegar stór og verðmeiri fiskur verið...