Fáir höfðu trú á framtakinu

Bob Geldof tekur lagið með Boomtown Rats á tónleikunum á …
Bob Geldof tekur lagið með Boomtown Rats á tónleikunum á Wembley. AFP/PA

Live Aid voru tónleikarnir kallaðir og eru fyrir löngu orðnir frægir. Tónleikarnir og ýmislegt í kringum uppátækið skilaði geysilegum upphæðum sem sannarlega björguðu mannslífum í Eþíópíu. Þar sem framtakið er jafn þekkt og raun ber vitni þá kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að fáir höfðu trú á því að tónleikarnir yrðu að veruleika á sínum tíma. Fyrir vikið höfðu tónlistarmennirnir engan sérstakan áhuga á að vera með þótt málstaðurinn væri góður. Farið var yfir margar erfiðar hindranir þótt tónleikarnir hafi að stærstu leyti heppnast vel og þar með söfnunin sem var aðalatriðið.

Oft er ágætt að byrja á byrjuninni en haustið 1984 voru sýndar sláandi fréttamyndir á BBC sem sýndu afleiðingar hungursneyðarinnar í Eþíópíu. Þessar fréttamyndir fóru víða um heima og hafa tæplega látið nokkurn ósnortinn sem þær sáu. Þessar sömu fréttamyndir mátti til að mynda sjá í myndbandinu við lagið Hjálpum þeim þegar tónlistarfólk á Íslandi lagðist á árarnar í...