„Má líkja þessu við brunahana“

Tvær þyrlur af gerðinni Sikorsky CH-53E Super Stallion sáu um …
Tvær þyrlur af gerðinni Sikorsky CH-53E Super Stallion sáu um að flytja bandaríska landgönguliða til og frá landinu á heræfingu sem haldin var árið 2018. Síðan þá hafa margar heræfingar verið haldnar hér á landi. Morgunblaðið/Árni Sæberg

„Þetta er einfaldlega liður í því að tryggja enn frekar ásamt öðru að Bandaríkin séu í stakk búin til þess að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Íslandi í samræmi við varnarsamninginn á milli landanna,“ segir Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur, í samtali við Morgunblaðið.

Auglýsing frá Ríkiskaupum birtist í fjölmiðlum á miðvikudaginn fyrir hönd utanríkisráðuneytisins og varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar þar sem vakin var athygli á upplýsingabeiðni „í tengslum við fyrirhugað útboð á byggingu vöruhúsa fyrir bandaríska flugherinn á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli“. Hefur flugherinn óskað eftir framlagi upp á 94 milljónir bandaríkjadala á fjárlögum næsta árs vegna framkvæmdanna eða sem nemur tæplega 13 milljörðum íslenskra króna.

Hjörtur hefur meðal annars fjallað um fyrirhugaðar framkvæmdir, sem á ensku kallast Deployable Air Base Systems – Facilities, Equipments and Vehicles (DABS-FEV), í...