Tífaldur heimsmeistari

Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnar sigrinum í 100 metra hlaupinu.
Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnar sigrinum í 100 metra hlaupinu. AFP

Fraser-Pryce varð heimsmeistari í tíunda sinn þegar hún sigraði í 100 metra hlaupinu á heimsmeistaramótinu í Oregon í Bandaríkjunum. Fraser-Pryce er 35 ára gömul og samkvæmt erlendum íþróttasagnfræðingum er hún sú elsta sem orðið hefur heimsmeistari í einstaklingsgrein á hlaupabraut. Hljóp hún á 10,67 sekúndum, sem er mótsmet.

HM fer fram í borginni Eugene og þar skapast skemmtileg stemning, enda þekkja íbúarnir vel að fá stór frjálsíþróttamót í bæinn. Þar hefur lokamótið í NCAA, bandarísku háskólaíþróttunum, oft verið haldið. Þar eru gjarnan framtíðarverðlaunahafar á HM og Ólympíuleikum. Stórfyrirtækið Nike sleit barnsskónum í Eugene og þar er rík hefð fyrir hlaupum.

Að slá bestu spretthlaupurum heims við á hlaupabrautinni er ávallt mikið afrek, enda leggur stórveldi eins og Bandaríkin mikið upp úr því að framleiða spretthlaupara. 100 metra hlaupið á stórmótum er iðulega ein vinsælasta íþróttagreinin í sjónvarpi, enda geta jafnvel þeir sem eru mjög tímabundnir...