Dýrmætasta landið í Afríku

UNITA-liðar gleðjast yfir auknu fylgi en deilt er um niðurstöður …
UNITA-liðar gleðjast yfir auknu fylgi en deilt er um niðurstöður kosninganna. AFP

Snemma árs 1885 lagðist skip við bryggju í Luanda, höfuðborg Angóla, og ungur Svisslendingur skjögraði frá borði. Héli Chatelain glímdi við alvarlega fötlun allt sitt líf og þurfti að hafa staf í hvorri hendi til að ganga. Hann lét það þó ekki aftra sér frá því að setjast að í þessari portúgölsku nýlendu til að boða Lúterstrú og mennta heimamenn.

Chatelain náði fljótt tökum á portúgölskunni en hann lærði líka kimbundu, eitt af tungumálum innfæddra, og skrásetti bæði orðaforða þess og málfræði. Árið 1894 gaf hann út safn af þjóðsögum Angóla og er bókin merkileg heimild um tungu, þjóðtrú og vættir landsins. Það er líka áhugavert að lesa hvernig Chatelain lýsir nýlendunni fyrir vestrænum lesendum:

„Angóla er eitt af stærstu löndum Afríku og þökk sé legu þess, fjölbreyttu veðurfari, góðu ræktarlandi, málmum og demöntum í jörðu og þeim samfélagslegu framförum sem þegar hafa átt sér stað, er þetta landsvæði það dýrmætasta sem finna má í Afríku sunnan...