Enn mun reyna á samstöðu ESB-ríkja

Leiðtogar þýsku ríkisstjórnarinnar, Omid Nouripour, annar formaður Græningja, kanslarinn Olaf …
Leiðtogar þýsku ríkisstjórnarinnar, Omid Nouripour, annar formaður Græningja, kanslarinn Olaf Scholz, Christian Lindner fjármálaráðherra og Saskia Esken frá SDP kynntu aðgerðirnar í gær. AFP

Þýska ríkisstjórnin kynnti í gær áform sín um að veita um 65 milljörðum evra, eða sem nemur tæpum 9.200 milljörðum íslenskra króna, í aðgerðir til þess að mæta hækkandi orkukostnaði í landinu.

Mun ríkisstjórnin meðal annars beina fjármununum í eingreiðslur upp á 300 evrur til þeirra sem viðkvæmastir eru fyrir hækkandi orkuverði, sér í lagi ellilífeyrisþega, en auk þess verður gripið til skattaívilnana fyrir fyrirtæki sem hafa mikla orkuþörf. Er þetta þriðji orkupakkinn sem þýsk stjórnvöld hafa samþykkt til aðstoðar almennum Þjóðverjum, en fyrri aðgerðir runnu út um mánaðamótin.

Orkuverð í Þýskalandi hefur hækkað mjög í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, en hækkunin nam 35,6% í síðasta mánuði, og var óttast að það myndi hækka enn meira eftir að Gazprom tilkynnti á föstudaginn að það gæti ekki sent neitt jarðgas um Nord Stream 1-gasleiðsluna vegna bilunar, sem hefði tekið lengri tíma að laga en gert var ráð fyrir.

Var þeirri yfirlýsingu tekið með mátulegum...