„Ég vil alltaf ögra sjálfri mér“

Eitt af litríkum atriðum Abbababb! sem fjöldi barna leikur í. …
Eitt af litríkum atriðum Abbababb! sem fjöldi barna leikur í. Kvikmyndin fer að mestu leyti fram í grunnskóla sem illmenni hyggst leggja í rúst.

Kvikmyndin Abbababb! verður frumsýnd boðsgestum í kvöld og hefjast almennar sýningar á morgun, 16. september. Abbababb! er dans- og söngvamynd fyrir alla fjölskylduna, byggð að hluta á samnefndum söngleik sem aftur var byggður á hljómplötu dr. Gunna og vina með sama nafni. Nanna Kristín Magnúsdóttir er handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar. Hún er menntuð leikkona og stundaði nám í handritaskrifum í háskóla í Vancouver í Kanada. Hlaut hún mikið og verðskuldað lof fyrir sjónvarpsþætti sína, Pabbahelgar, sem sýndir voru á RÚV árið 2019. Hún skrifaði handrit þáttanna ástamt Sólveigu Jónsdóttur og Huldari Breiðfjörð, framleiddi þá með Birgittu Björnsdóttur, leikstýrði þeim með Marteini Þórssyni og fór jafnframt með annað af tveimur aðalhlutverkum þeirra, hlutverk Karenar sem kemst að því að eiginmaður hennar, Marteinn, heldur fram hjá henni.

Abbababb! er fyrsta kvikmynd Nönnu Kristínar í fullri lengd en hún hefur skrifað nokkur handrit...