Ekkert segir alla söguna

Fréttir af heimsfylgd drottningarinnar dáðu síðasta spölinn eru enn fyrirferðarmestar í fréttum, en ekki eins yfirþyrmandi og fyrstu dagana.

Nú eru hinar óralöngu biðraðir syrgjenda og þeirra annarra sem þykir sjálfsagt að sýna þjóðhollustu, tryggð og vinsemd á mótum alvöru og gleði, en ekki þó síst þakklæti af innstu rót fyrir óbilandi trúnað og velheppnaða framgöngu, hvar sem á var litið, í heil 70 ár og 15 ár til viðbótar sem ríkisarfi þar á undan.

Margur hefði náð að koma sér út úr húsi hjá stórum hópi heillar þjóðar á svo langri göngu í kastljósi hennar, en ekki þessi einstæða kona.

Allir hennar mörgu og ólíku snúningar í þjóðarþágu höfðu verið nánast feilfríir, sem gæti verið óslegið heimsmet og þó engar horfur á að það falli í bráð eða nokkru sinni.

Enginn vill vera út undan

Þessum hljóðlátari kafla útfararinnar lýkur um þessa helgi, en þá hefst hún loks í hinum venjulega hefðbundna...