Þegar inngripum er beitt út í loftið

Ökumaður tengir bílinn sinn við hleðslustöð í Kaliforníu. Þar hafa …
Ökumaður tengir bílinn sinn við hleðslustöð í Kaliforníu. Þar hafa stjórnvöld líka látið metnaðinn í orkuskiptum hlaupa með sig í gönur og vegna rafmagnsskorts hafa íbúar verið beðnir að hlaða bílana sína ekki á álagstímum. Frekar en að draga úr ákváðu stjórnvöld að ganga enn lengra og banna sölu nýrra bensínbíla frá og með 2035. AFP

Það er í eðli stjórnmálamanna að vilja hafa afskipti af öllum málum en efast ekki eitt augnablik um eigin getu til að taka réttar ákvarðanir.

Ef eitthvað er, þá virðist að því minna sem kjörnir fulltrúar vita um tiltekinn málaflokk, því betur treysti þeir sér til um að grípa fram fyrir hendur fólks og fyrirtækja og ákveða að hlutunum skuli háttað á hinn eða þennan veginn.

Þarf samt ekki að fletta lengi í sögubókunum til að finna urmul af dæmum þar sem stjórnvöld tóku kolrangar ákvarðanir og þráuðust meira að segja við þegar löngu var orðið ljóst að þau væru á rangri braut.

Eitt skemmtilegasta og skýrasta dæmið um þetta var barátta bandaríska athafnamannsins Cornelíusar Vanderbilt sem á 18. öld byggði upp mikið lestar- og skipasiglingaveldi og varð einn af ríkustu mönnum sögunnar. Var árangur Vanderbilts ekki síst merkilegur fyrir þær sakir að keppinautar hans nutu iðulega rausnarlegra ríkisstyrkja og höfðu jafnvel fengið einkaleyfi frá stjórnvöldum til að...