Klerkarnir hleypa ekki öðrum að

Mótmælin sem brutust út í kjölfar morðsins á Mahsa Amini …
Mótmælin sem brutust út í kjölfar morðsins á Mahsa Amini endurspegla djúpstæða óánægju Írana. AFP

Andstæðingar klerkastjórnarinnar í Íran benda oft á það frjálslega og vestræna yfirbragð sem var á írönsku samfélagi áður en keisaranum var steypt af stóli árið 1979. Feðgarnir Reza Shah og Mohammad Raza voru engir englar en reyndu engu að síður að færa Íran inn í nútímann, en Ayatollah Khomeini og hans slekti hafa aftur á móti keppst við að teyma þjóðina aftur til myrkustu miðalda.

En mér þykir gaman að líta enn lengra aftur í tímann og skoða tímabil í sögunni þegar viðhorf fólksins á þessum slóðum virðast hafa verið enn frjálslegri.

Eitt af öndvegisritum íranskra fornbókmennta er heilræðasafnið Qabusnamah sem konungurinn Keikavus ritaði fyrir son sinn og arftaka Gilanshah, um svipað leyti og Egill Skallagrímsson og Njáll á Bergþórshvoli voru upp á sitt besta. Höfundurinn kemur víða við og kennir syni sínum allt frá því hvernig á að sitja til borðs og gæta hófs í áfengisdrykkju, yfir í það hvernig reka má hirðina með ábyrgum hætti og hvernig best er að...