Ganga hratt á stýriflaugarnar

Ungur Rússi, sem skráður er til náms við herskóla, stendur …
Ungur Rússi, sem skráður er til náms við herskóla, stendur við rifið skilti Moskvuvaldsins sem kallar eftir nýliðum til herþjónustu. AFP

Varnarmálaráðuneyti Úkraínu hefur birt upplýsingar sem byggðar eru á mati vestrænna leyniþjónusta og eiga að sýna birgðastöðu rússneskra stýriflauga. Samkvæmt þessu áttu rússneskar hersveitir alls 609 stýriflaugar hinn 12. október sl. en fjöldi þeirra er sagður hafa verið 1.844 í upphafi Úkraínustríðsins í febrúar.

Rússneski herinn skaut sl. mánudag 84 stýriflaugum á skotmörk víðsvegar í Úkraínu og 68 stýriflaugum næstu tvo daga á eftir. Úkraínumönnum tókst hins vegar að granda mjög stórum hluta þessara flauga með loftvarnakerfum frá Atlantshafsbandalaginu (NATO). Margar hittu þó skotmörk sín, mikilvægir orkuinnviðir og mannvirki sem helst mega teljast borgaraleg.

Þær stýriflaugar sem tilgreindar eru í gögnum Úkraínumanna eru þrjár talsins, þ.e. Iskander-, Kalíbr- og Kh-flaugar.

Iskander-eldflaugakerfið skýtur skammdrægum stýriflaugum og beittu Rússar þessu vopni af miklum móð í upphafi innrásar sinnar. Áttu þeir þá, samkvæmt gögnum Úkraínumanna, 900...