Vatt smám saman upp á sig

María Lena fikraði sig áfram og notaði YouTube og Google-leit …
María Lena fikraði sig áfram og notaði YouTube og Google-leit til að læra hvernig á að hanna íþróttafatnað. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Maríu Lenu Heiðarsdóttur Olsen tekist að byggja upp sitt eigið íþróttafatamerki: M fitness. Reksturinn er í blóma, starfsmenn fyrirtækisins orðnir sex talsins og fatnaðurinn fáanlegur á tólf stöðum hringinn í kringum landið, þar á meðal í verslunum Útilífs og í verslun M fitness á Stórhöfða 15. Þá standa yfir viðræður við samstarfsaðila um mögulega sókn á erlendan markað.

„Í byrjun þurfti ég að gera allt sjálf og fikraði mig áfram með ráðum og leiðbeiningum sem ég fann á Google og YouTube,“ segir María en hún var einstæð móðir átta mánaða gamals barns þegar hún lét verða af því að hanna og framleiða eigin íþróttafatnað.

„Ég ólst upp á Egilsstöðum og á unglingsárunum var varla nokkur afþreying í boði fyrir mig nema að taka þátt í íþróttum. Ég byrjaði því snemma að æfa fimleika, fótbolta og frjálsar íþróttir, og keppti síðar í fitness. Þá fékk ég gott veganesti í verslun móður minnar en...