Breytt öryggisástand í Evrópu

Kjarnakafbátur af Kíló-gerð sem tilheyrir norðurflota Rússlands sést hér við …
Kjarnakafbátur af Kíló-gerð sem tilheyrir norðurflota Rússlands sést hér við bryggju í Severomorsk á Múrmansk svæðinu. AFP

Innrásarstríð Rússlandsforseta í Úkraínu markar kaflaskil í öryggis- og varnarmálum Evrópu. Segja má að sá tími sem ríkti í kjölfar kalda stríðsins sé um leið liðinn. Æ oftar berast fréttir af hernaðarumsvifum og -athygli á norðurslóðum, síðast á þriðjudag þegar fréttaveita Reuters birti langa umfjöllun um áherslur Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Rússa á því svæði. Kemur þar m.a. fram að svo virðist sem varnarbandalagið sé að vakna upp við vondan draum – Rússar hafi sterk áhrif á norðurslóðum, sterkari en NATO.

Rússland hefur frá árinu 2005 opnað tugi herstöðva á norðurslóðum, stöðvar sem áður voru í notkun Sovétríkjanna. Hafa þeir nú um þriðjungi fleiri herstöðvar á þessu svæði en ríki NATO. Eins hafa Rússar endurbætt herskip sín markvisst, þ. á m. neðansjávarflotann og þróað nýjar hátæknieldflaugar sem sérstaklega eru hannaðar með eldflaugavarnir Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins í huga. Af þeim 11 kjarnakafbátum Rússa sem...