Þegar allir vita hvað er að

Á tímabili stóðu mótmæli yfir í meira en fimmtíu borgum …
Á tímabili stóðu mótmæli yfir í meira en fimmtíu borgum i Kína. Það sést að fólkið þyrstir í að vera frjálst. AFP

Mér fannst ég vera agalega snjall og stórhuga þegar ég ákvað að nota fyrsta sumarfríið í MR til að fljúga austur til Kína og skrá mig í sumarnám við tungumáladeild Pekingháskóla. Dvölin í Peking var svo sannarlega lærdómsrík og þótt ég hafi varla lært mikið meira en að þylja kínversku tölustafina frá einum upp í tíu þá lærði ég að drekka bjór, prútta og borða með prjónum.

Ég komst líka að því, þetta örlagaríka sumarfrí, að ég hefði nákvæmlega engan áhuga á fótbolta.

Þetta var sumarið 1998 og Frakkar blésu til mikillar HM-veislu í júní og júlí. Ég gerði mitt besta til að reyna að hafa gaman af viðburðinum og áður en ég kvaddi Ísland kíkti ég í Útilíf og fjárfesti í tveimur ekta landsliðstreyjum: blárri treyju brasilíska liðsins og rauðgulri treyju Hollendinganna, og reiknaði þannig með að geta haldið með sigurvissu liði. Frakkar unnu mótið í það ­skiptið og hafnaði Brasilía í öðru sæti en Holland í því fjórða.

Þökk sé tímamismuninum gátu Kínverjar aðeins...