Litrík ættarsaga margra kynslóða

„Ég [er] þakklátur fyrir að ná þannig tengingu við lesendur,“ …
„Ég [er] þakklátur fyrir að ná þannig tengingu við lesendur,“ segir Pedro Gunnlaugur Garcia. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

„Litrík ættarsaga með mörgum kynslóðum er klassískt skáldsagnaform sem mig dauðlangaði að reyna mig við,“ segir Pedro Gunnlaugur Garcia um skáldsögu sína Lungu þar sögð er saga tíu kynslóða sömu fjölskyldu. „Ég var til að byrja með ekki viss um hversu langt aftur ég ætti að rekja mig og hversu margar kynslóðir ég ætti að fanga,“ segir Pedro og rifjar upp að hann hafi á tímabili langað að rekja sig alla leið aftur á landnámsöld. „Fljótlega varð mér ljóst að það væri of mikið efni fyrir eina bók,“ segir Pedro kíminn og bendir á að Hús andanna eftir Isabel Allende hafi verið sér ákveðinn innblástur þegar kom að ættarsögunni.

Ákveðnar persónur holdgerving minna eigin geðflækja

„Ég fann loks hvaða persónur voru kjarninn í bókinni og rakti mig fram og aftur í tíma frá þeim. Þessar persónur urðu þrívíðari fyrir mér en hinar og virtust nánast vera af holdi og...