Nú er lag, vilji menn hafa áhrif í Úkraínu

Mark Milley hershöfðingi sést hér fyrir miðju en myndin er …
Mark Milley hershöfðingi sést hér fyrir miðju en myndin er tekin við heimsókn hans til Grafenwöhr hvar þjálfun Úkraínumanna fer fram. Ljósmynd/Bandaríkjaher

Mark Milley, hershöfðingi og yfirmaður bandaríska herráðsins, sótti í byrjun vikunnar heim herstöð Bandaríkjanna í Grafenwöhr í Þýskalandi í þeim tilgangi að fylgjast með þjálfun úkraínskra hermanna. Er þar verið að kenna réttu handtökin á Bradley-bryndreka, en stefnt er að því að þjálfa 500 Úkraínumenn í mánuði hverjum. Greint er frá þessu í hermiðlinum Stars and Stripes, sem starfar með heimild bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon.

„Þetta er engin venjuleg aðgerð,“ sagði Milley hershöfðingi við þá blaðamenn sem fylgdust með heimsókninni. „Þetta er eitt af þessum augnablikum í sögunni; vilji menn hafa áhrif þá er tíminn núna.“

Undir þetta tók Dave Butler, ofursti og talsmaður hershöfðingjans. „Þörfin er mikil. Þessir hermenn verða brátt sendir til að verja heimaland sitt á vígvellinum“

Sækja innblástur til Kerson

Hershöfðinginn sagði...