Með alla burði til að bera af

Hópur fólks á göngu með eigur sínar, á leið frá …
Hópur fólks á göngu með eigur sínar, á leið frá Bólivíu til Síle í leit að betra lífi. Í Rómönsku Ameríku ætti að drjúpa smjör af hverju strái en ótal samverkandi þættir standa þessum heimshluta fyrir þrifum. AFP

Efnahagssaga Rómönsku Ameríku minnir um margt á knattspyrnuferil Adriano Leite Ribeiro.

Sagan segir að Adriano hafi lært knattspyrnu með því að spila berfættur á malarvöllunum í einu af hreysahverfum Río de Janeiro. Fljótlega kom í ljós að Adriano var undrabarn með boltann og gekk hann til liðs við Flamengo sextán ára gamall og var valinn í keppnislið félagsins ári síðar. Hann var í senn kraftmikill og lipur og nær óstöðvandi þegar hann sótti fram á völlinn. Benti allt til að Adriano yrði mesta og besta stjarna íþróttarinnar og hans biðu gull og grænir skógar.

Adriano var á endanum seldur til Inter Milan þar sem hann rakaði inn mörkunum, þar til einn daginn að síminn hringdi: faðir hans hafði látist, langt fyrir aldur fram.

Adriano fékk taugaáfall við fréttirnar og varð aldrei samur. Smám saman missti hann tökin, drykkjan tók yfir og metnaðurinn hvarf. Stundum mætti hann drukkinn á æfingar, hann tók að þyngjast og hrakaði jafnt og þétt. Adriano hélt áfram að...