Alltaf sama platan

Alltaf sama platan

Að mati Smára og Birkis þá erum við komin hér í einskismannsland AC/DC. Hvað þýðir það? Blow Up Your Video er lágt skrifuð á meðal svo margra og sagan hefur ekki farið fögrum höndum um þessa tíundu (1988) plötu rokkaranna. Þolir hún yfirleitt endurmat þáttarstjórnenda?  Ef Fly On The Wall var vandræðabarnið hvað er þá þessi skífa? Er tími Blow Up Your Video loks kominn?Það er að mörgu að hyggja þegar á að flysja svona lagið svo vel sé. Hvað er gott, hvað er slæmt, hvað var eiginlega í gangi, er eitthvað varið í tónlistina yfirleitt? Var fólk einfaldlega með skít í eyrunum og skidi ekki hvað AC/DC "voru"? Eða skilur fólk plötuna betur nú?  Misskilið útspil sem við erum nú loks farin að skilja, áratugum síðar? Svo mikið af spurningum. Það þurfti hvorki meira né minna en þrjár atrennur við þennan þátt. Við óttuðumst að hann yrði stuttur og snubbóttur því platan þótti ómerkilegur pappír. Smári velti fyrir sér hvort við myndum yfirleit ná einni klukkustund úr þessu. Birkir þóttist halda að það hefðist en með naumindum þó. Þegar upp var staðið vorum við ískyggilega nálægt þremur klukkustundum! Jáhá! Hver hefði grunað?Með okkur í Blow Up Your Video vandamálinu var engin önnur en Alison McNeil sem spilar um þessari mundir í fádæma skemmtilegri hljómsveit sem heitir Laura Secord. Hún var áður í Kimono, uppáhaldshljómsveit Birkis. Og það fer ekkert á milli mála. Nema hvað, hennar samband við Blow Up Your video er það eftirtektarvert að við óskum hér með eftir að einhver handritshöfundur geri þeirri sögu skil með kvikmynd í huga. Andskotinn hafi það.Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.

10. Alltaf sama platan - Blow Up Your Video (Alison McNeil)Hlustað

27. sep 2021