Alltaf sama platan

Alltaf sama platan

MATARBÚÐIN NÁNDIN KYNNIR: Alltaf sama platan #11 - The Razor's Edge Og þarna kemur hún. Hér ægir öllu saman. Flekar mætast og höfin riðlast í stólaleik upp á líf og dauða. Eða bara... AC/DC er komin inn til þín, inn í svefnherbergið, stofuna, bílinn, heilabörkinn þinn hvort sem þér líkar betur eða verr. Thunderstruck og umslagið er límt inn í framrúðu sálar þinnar. Nú verður ekki aftur snúið. Meira að segja AC/DC virðast ekki lengur ráða við AC/DC. Og hvernig á svo að gera þessu skil? Ekki spyrja Smára Tarf og Birki Fjalar. Þeir eru bara leiksoppar tilfinninga, endurlits og sjúklegra greininga. Það er bara þannig. Engar afsakanir, engar bremsur, bara opin sár og hráar taugar tveggja manna sem eiga rokkinu líf sitt að launa.Fyrir mörg er ellefta útgáfan, tímamótaplata AC/DC (1990) The Razor's Edge, sú skífa sem gerði þau að unnendum sveitarinnar til lífstíðar. Snertifletir plötunnar við fólk um heim gjörvallan eru gríðarstórir og óteljandi. Þegar hér er komið við sögu er AC/DC orðin hluti af erfðaefni afþreyingar- og poppmenningar. Fyrir þær sakir einar má telja hana til sígildra verka. Á The Razor's Edge er að finna lag sem krossar yfir svo mörg og ólíkleg svið og róf að það eitt og sér er efni í rannsókn.Rúmar 43 mínútur af aldamótarokki sem allir og ömmur þeirra virðast eiga hlutdeild í. Tólf lög. The Razor's Edge er laukurinn sem endalaust er hægt að flysja. Hún er eins og spegill kynslóða. Krossgata barna og foreldra - barna sem verða foreldrar. Hún neitaði að víkja af Billboard listanum í 77 vikur. Engin tónleikaferð sveitarinnar hafði hlotið jafn mikla umfjöllun og kynningu og sú sem ýtti þessari plötu úr vör. Fjölmiðlar töluðu um endurkomuplötu AC/DC sem festi þá í sessi á meðal risa rokksins á ný. Og svo voru það Smári og Birkir...Sérstakir gestir þáttarins eru Salome Hallfreðsdóttir og Raggi Ólafsson. Salome er Eskfirðingur --umhverfis- og náttúruverndarriddarinn-- sem leyfir okkur að skyggnast inn í æsku sína og lýsir af mikilli næmni hvernig The Razor's Edge ruddi sér inn í líf hennar. Raggi, tónlistarmaðurinn og söngfuglinn óútreiknanlegi, sem við sjáum hvað oftast með Árstíðum, Ask The Slave og nú síðast í formi einyrkja, mætti í skúrinn og hjálpaði okkur að greina söngstíl- og tækni Brian Johnson og Bon Scott. Afar fróðlegt.Alltaf sama platan er boði Matarbúðarinnar Nándin, Austurgötu 47. Gómsætar matvörur bæði beint frá býli og stærri framleiðendum í einstakri verslun sem selur allt í gleri eða jarðgeranlegum umbúðum. Vöruúrvalið er ætlað til að mæta helstu þörfum heimila svo viðskiptavinir eiga að geta keypt inn fyrir heimilið sínar helstu vörur í umhverfisvænum umbúðum og skilað þeim. Birkir og Smári drekka glaðir og innblásnir te og seið frá Urta Islandica. Finnið Nándina á samfélagsmiðlum og fylgist með. Smellið á https://www.matarbudin.is/Alltaf sama platan er kirfilega studd af Luxor: tækjaleigu og sölu.  Ljós // Hljóð // Mynd // Svið. Tæki og þekking. Luxor eiga ljós, myndavélar, hljóðkerfi og skjávarpa til sölu og leigu. Luxor er þekkingarhús viðburða. Smellið á http://www.luxor.is og rannsakið.

11. The Razor's Edge (Salome Hallfreðsdóttir & Ragnar Ólafsson)Hlustað

8. okt 2021