Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við

Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við

16. þáttur er helgaður, já þið giskuðu rétt, hann er helgaður hugverkarétti.  Í þessum þætti leggjum við áherslu á fólkið, á launþega og spjöllum um samfélag framtíðarinnar sem gæti verið samfélag hugverksins.  Formaður BHM Friðrik Jónsson og formaður Samtaka Iðnaðarins Árni Sigurjónsson skrifuðu saman grein um hugverkaiðnaðinn.  Þar sáu þeir tveir herramenn marga snerti fleti á milli launþega og atvinnurekenda er varðar uppbyggingu og hönnun á samfélagi byggt á hugverkum.Friðrik er viðmælandinn í þessum þætti, þar sem við fjöllum um gildi hugverkarétts og áhrif á líf launamannsins.  Hvaða áskoranir og tækifæri felast í hugverkarétti?  Hvers ber að varast og hvaða viðhorf eru ríkjandi.  Hvernig teymisvinna og samtal er affærasælast til árangurs? Þó að leiðtogar launþega og atvinnurekenda geti á stundum tekist á um ýmis mál þá er líka hægt að ræða saman um það sem sameinar.  Uppbygging hugverkaiðnaðar á Íslandi er sameiginlegt hagsmunamál beggja.Við ræðum um höfundarétt, hversu flókinn hann getur verið.  Hvernig stjórnsýslan þarf að aðlagast nýjum tímum og svara þannig kalli samfélagsins til þverfaglegrar vinnu og samstarfs.  Því aðeins þannig tökumst við á við verkefni nútímans og framtíðarinnar,  með samvinnu!Við minnumst á Terminator, vitvélar, gervigreind, Purrk Pillnik og að þora, treysta og gera!Hlustum og lærum, skiljum og hlægjum!

Nýsköpun, vísindin og við - Friðrik Jónsson formaður BHMHlustað

19. nóv 2021