Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við

Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við

X-Nýsköpun Ólafur Þór GunnarssonÓlafur Þór Gunnarsson kemur hjólandi í þennan þátt.  Hann fer yfir hugmyndir sínar um vísindalega nýsköpun,  þekkingu,  hlutverk ríkisins í Nýsköpun og margt margt fleira.  Eins og við er að búast er lækninum Ólafi tíðrætt um nýsköpun í heilbrigðisgeiranum.Ellefti þáttur Auðvarpsins er jafnframt fimmti þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum.  Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun.  Hvernig nýtum við okkur þekkingu og hugmyndir fólksins í landinu til að byggja upp betra samfélag?  Gerist þetta að sjálfu sér og hvernig geta stjórnvöld hjálpað?Í þessum þætti er áherslan á heilbrigðistæknina,  hvernig ýtum við undir og hjálpum okkar fólki að skapa og gera samfélagið betra.  Eru t.d. viðbrögð okkar og stjórnun í heilbrigðiskerfinu á tímum heimsfaraldurs til útflutnings?  Ólafur fer yfir málið ásamt því t.d. að ræða hvernig samfélagið getur ýtt undir ábyrga hegðun frumkvöðla með því að vera til staðar í upphafi og styðja vel við bakið á nýsköpun.X-Nýsköpunwww.audna.is - www.edih.is

X-Nýsköpun, vísindin og við - Ólafur Þór GunnarssonHlustað

16. júl 2021